Signý Magnfríður Jónsdóttir eða Magga eins og hún er alltaf kölluð er fædd 19. júlí 1962 á Gróustöðum í Gilsfirði og uppalin þar og býr þar enn. Hún er dóttir hjónanna Jóns Friðrikssonar og Þuríðar Sumarliðadóttur sem voru líka bændur á Gróustöðum. Afi Möggu, Sumarliði keypti Gróustaði og byggði þá upp þannig að hún er þriðji ættliðurinn til að búa þarna. Magga er sauðfjárbóndi og er gift Bergsveini Reynissyni frá Fremri-Gufudal og eiga þau tvö börn; Jón Ingiberg og Guðlaugu Guðmundu Ingibjörgu.
Möggu finnst mjög gott að búa í Reykhólahreppi, hér sé gott mannlíf og góðir nágrannar og þeir eru nú ekki metnir til fjár. Hún segist ekki sakna neins í fámenninu nema kannski einstaka sinnum þegar hana langar að skreppa í bíó. Hún væri til í að geta skroppið á menningarviðburði svona af og til en saknar þess samt ekki beint. Magga segir að það að búa utan alfararleiðar, náttúran og bara umhverfið sé það sem skipti hana mestu máli þegar kemur að búsetuvali ásamt því að það sé gott fólk í kringum hana.
Hér má sjá Möggu segja frá sér og bláskelsræktun í Króksfjarðarnesi
lightbox[640 360]Gróustaðir og bláskelsræktun